Guðmundar- og Geirfinnsmál

    Hér má finna þrjár blaðagreinar eftir Guðmund Sigurfrey Jónasson sem skrifaðar voru til stuðnings baráttu Sævars Ciesielskis um endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála.

    I. Endurupptaka Geirfinnsmálsins

    Fyrsta greinin, sem birtist í D&V í maí 1995, var skrifuð til að vekja athygli á þeirri staðreynd að fram á þeim tíma hafði enginn fjölmiðill (utan vikublaðsins Eintaks) sýnt beiðni Sævars nokkurn áhuga. Haft var samband við alla ritstjóra íslenskra dagblaða og tímarita, suma oftar en einu sinni, og þeir beðnir um að birta eitthvað úr greinargerð Sævars Ciesielskis. Enginn þeirra sinnti þessari málaleitan, ef frá eru taldir tveir ritstjórar: Hrafn Jökulsson, þáverandi ritstjóri Alþýðublaðsins sem birti viðtal við Sævar, og Þórarinn Jón Magnússon, þáverandi ritstjóri Vikunnar, sem birti samantekt úr greinargerðinni. Eiga þeir fyrir vikið báðir heiður skilið. Það er hlálegt að vita til þess að skömmu eftir að Ragnar Aðalsteinsson hrl. var skipaður talsmaður Sævars, vöknuðu blaðamenn af værum blundi og fóru að birta staðreyndir sem þeir höfðu lúrt á í meir en heilt ár, líkt og um nýjar fréttir væri að ræða.

    II. Geirfinns- og Guðmundarmál

    Önnur greinin birtist í Morgunblaðinu í júní 1995 og var henni ætlað að knýja á um að settur ríkissaksóknari, Ragnar H. Hall, léti Sævari í té leyniskjöl rannsóknarmanna sem hann hafði árangurslaust reynt að komast höndum yfir. Ragnar Hall dró Sævar á asnaeyrunum í meir en heilt ár, þóttist hafa skilning á beiðni Sævars, og gaf jafnvel í skyn að hann mundi styða endurupptökukröfuna. Í raun var hann að tefja málið, trúlega í þeirri von að þannig tækist honum að þaga það í hel.

    III. Kórdrengir Hæstaréttar

    Þriðja greinin birtist síðan í D&V (eilítið ritskoðuð) í lok júlí 1997 þegar Hæstiréttur hafði orðið sér til skammar með því að hafna beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Glæpamennirnir í dómskerfinu og löggæslunni gátu andað léttar.

    Heimasíða Geirfinns- og Guðmundarmála

    Tenging til Heimasíðu Geirfinns- og Guðmundarmála sem Tryggvi J. Huebner tónlistarmaður veitir forstöðu.

    Úrlausn Hæstaréttar Íslands varðandi upptökubeiðni Sævars Ciesielskis

    Fara aftur á heimasíðu