Make your own free website on Tripod.com
  | Efnisflokkar greinasafnsins  | Athyglisverđar heimasíđur  | Um höfundinn  | Tölvupóstur

Geirfinns- og Guđmundarmál

Ţann 23. nóvember síđastliđinn fór Sćvar Ciesielski, einn sakborninga í Guđmundar- og Geirfinnsmálum, ţess á leit viđ dómsmálaráđuneytiđ ađ hann yrđi sýknađur af fyrrnefndum málum og honum greiddar skađabćtur vegna fangelsisdóms og gćsluvarđhaldsvistar er hann mátti ţola. Kröfum sínum til stuđnings afhenti Sćvar Ciesielski ráđuneytinu um 120 blađsíđna greinargerđ en ţar gagnrýnir hann harđlega rannsókn og dómsmeđferđ fyrrnefndra mála og heldur ţví fram ađ fjarvist sín í málunum báđum hafi veriđ stungiđ undir stól. Í framhaldi af beiđni Sćvars var skipađur sérstakur ríkissaksóknari, Ragnar Hall, til ađ annast međferđ kröfunnar, en Hallvarđur Einarsson ríkissaksóknari varđ ađ víkja lögum samkvćmt, ţar sem hann kom nálćgt rannsókn málsins á sínum tíma.

Verđa leyniskýrslurnar birtar?

Settur ríkissaksóknari hefur látiđ hafa eftir sér í fjölmiđlum ađ Sćvar Ciesielski geti ekki leitađ til sín í ţeim tilgangi ađ fá í hendur skýrslur og rannsóknargögn er málin varđa. Sćvar telur mikilvćgt ađ leyniskýrslur, sem ekki voru lagđar fyrir Hćstarétt á síum tíma, fylgi nú kröfu sinni um endurupptöku G.G.-mála, og ađ birting ţeirra sé reyndar forsenda ţess ađ beiđni sín fái réttláta međferđ. Ţar má međal annars nefna svonefnda "Trúnađarskýrslu" eftir ţýska glćparannsakandann, Karl Schüt, sem fenginn var til landsins til ţess ađ bjarga ţví sem bjargađ var ţegar rannsókn málsins var komi í ţrot. "Trúnađarskýrslan" ber ţess glögg merki ađ rannsóknin snerist um ađ samrćma framburđ og rađa málinu saman fremur en ađ upplýsa ţađ.

Í upphafi skýrslunnar gerir Schütz grein fyrir ţví hvernig bregđast eigi viđ mótbárum almennings og ađ niđurstađan af rannsókninni verđi ađ vera trúverđug. Einnig telur hann nauđsynlegt ađ koma í veg fyrir ađ fjölmiđlar birti "gróusögur" sem kynnu ađ draga í efa réttmćti niđurstöđu rannsóknarinnar, ţví eins og segir í skýrslunni "stór hluti íslensku ţjóđarinnar er svo trúgjarn". Ţýski rannsóknarlögreglumađurinn var ađ eigin sögn sérfrćđingur í ađ "vernda ćđstu ráđamenn Sambandslýđveldisins og upplýsa mál sem vörđuđu öryggi ríkisins". Ekki verđur séđ hvers vegna óupplýst mannshvörf hér á landi gátu talist verđugt verkefni fyrir ţýskan lögreglumann á eftirlaunum sem einkum hefur sérhćft sig í málum er varđa öryggi ríkisins.

Nćrtćkasta skýringin er sú ađ hlutverk hans hafi fyrst og fremst veriđ fólgiđ í ţví ađ vernda starfsheiđur rannsóknarađila og annarra embćttismanna ríkisins, en opinberun sumra hinna óheyrilegu hluta, sem gerđust viđ rannsókn ţessara mála, hlyti ađ hafa víđtćk áhrif á afstöđu ţjóđarinnar til ţeirra sem eiga ađ gćta laga og réttar hér á landi. Orđ Karls Schütz sjálfs renna stođum undir ţessa útlistun ţví ţegar hann var farinn af landi brott lýsti hann ţví yfir í viđtali viđ ţýsk tímarit ađ međferđ gćsluvarđhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíđ nasismans í Ţýskalandi og ađ hlutdeild hans í málinu hafi bjargađ íslensku ríkisstjórninni!

Fjarvistarsönnun skotiđ undan

Sćvar Ciesielski hefur einnig fariđ fram á ađ honum verđi veittur ađgangur ađ gömlum málsskjölum frá sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum, en ţeim skýrslum kemur fram ađ helgin sem Guđmundur Einarsson hvarf var Sćvar Ciesielski staddur í Glúfárholti í Ölfusi. Ţetta var vitađ međ vissu. Sćvar var á ţessum tíma undir nálarauga fíkniefnalögreglunnar, er grunađi hann um innflutning og sölu á kannabisefnum, og fylgdist ţví náiđ međ öllum hans ferđum. Í skýrslu fíkniefnalögreglunnar gerir leigubílstjóri grein fyrir ţví ađ hann hafi ekiđ Sćvari síđdegis á föstudegi austur í Glúfárholt og í sömu gögnum kemur fram ađ Sćvar Ciesielski hafi ekki komiđ aftur til Reykjavíkur fyrr en seinni part sunnudags. Ţađ sem er athyglisvert í ţessu sambandi er ađ rannsóknardómari Sakadóms Reykjavíkur og tveir rannsóknarlögreglumenn, er sátu ađ allri rannsókn G.G.-mála á fyrstu mánuđum, höfđu umrćddar fíkniefnaskýrslur undir höndum. Ćtla má ađ ţeim hafi ţess vegna veriđ fullkunnugt um fjarvist Sćvars í svonefndu Guđmundarmáli.

Rannsókn fíkniefnamálsins var ekki lögđ fram eđa höfđ til hliđsjónar viđ úrlausn Guđmundarmálsins. Ţar kemur fram verustađur Sćvars Ciesielski ţann tíma sem Guđmundur Einarssson hvarf. Rannsóknarađilar tjáđu Gísla Guđmundssyni rannsóknarlögreglumanni ađ umrćddur leigubílstjóri "hafi veriđ tekinn til yfirheyrslu og veriđ geymdur um tíma í vörslu lögreglunnar, en láđst hafi ađ taka neina skýrslu um ţađ efni eđa skrá niđur framburđ hans"! Sakadómarar kröfđust ekki skýringa. Hvorki var fyrrnefndur leigubílstjóri spurđur fyrir dómi eđa íbúar ađ Glúfárholti yfirheyrđir, en ţeir gátu stađfest fjarvist Sćvars Ciesielski ţessa örlagaríku helgi.

Skortur á sönnunargögnum

Vegna upptöku G.G.-mála er einnig mikilvćgt ađ niđurstöđur rannsókna Wiesbaden-stofnunarinnar verđi birtar. Á seinni stigum rannsóknar G.G.-mála voru tekin sýni af meintum vettvangi glćpsins, einnig sýni úr fatnađi sakborninga og send til rannsóknar hjá glćparannsóknarstöđinni í Wiesbaden í Vestur-Ţýskalandi. Ekkert kom úr ţeirri rannsókn sem benti til sektar. Ţađ hlýtur ađ blćđa úr börđum mönnum ekki síst ef barđir eru til dauđa. Ef blóđ var til stađar í sýnum, ţótt ekki hafi veriđ sjáanlegt berum augum, ţá hefđi ţađ átt ađ koma fram í ţeirri rafeindasmásjárrannsókn sem framkvćmd var. Sama er ađ segja um ţann fatnađ sem rannsakađur var, ţar kom ekkert óeđlilegt fram sem benti til sektar.

Glćparannsóknastöđin tölvukeyrđi framburđi til ađ kanna möguleikann á ţví ađ játningar í G.G.-málum vćru tilbúningur. Niđurstöđurnar hölluđust einmitt ađ ţví, ţar sem sakborningum bar ekki saman í veigamiklum atriđum. Ţessi niđurstađa er viđurhlutamikil fyrir rannsókn málsins ţví engar óyggjandi sannanir komu fram um sekt hinna ákćrđu, ţau voru eingöngu dćmd á grundvelli eigin játninga. Játninga sem fengnar voru međ harđrćđi og ólöglegum rannsóknarađferđum ef marka má vitnisburđi fangavarđa.

Mér er ekki kunnugt um hlutverk skipađs ríkissaksóknara, né hvort hann ţiggur laun fyrir ađ hafast ekkert ađ, en ljóst er ađ ef Sćvar Ciesielski fćr ekki umbeđin gögn, međ einum eđa öđrum hćtti, er ţađ áfellisdómur yfir íslensku réttarkerfi. Eins og málsrannsókn G.G.-mála var háttađ á sínum tíma er ráđ ađ stinga viđ fćti áđur en höggviđ er í sama knérunn. Ţótt flestir fjölmiđlar landisns hafi veriđ undarlega hljóđir um málstilbúnađ Sćvars Ciesielskis varđandi upptöku Guđmundar-og Geirfinnsmála er ég sannfćrđur um ađ almenningur fylgist grannt međ framvindu mála.

(Birtist í Morgunblađinu í júní 1995)

Fara aftur á titilsíđu

  | Efnisflokkar greinasafnsins  | Athyglisverđar heimasíđur  | Um höfundinn  | Tölvupóstur