Make your own free website on Tripod.com


Draumur

Með augum ástarinnar horfði ég á þig

með blóði sálar minnar skrifaði ég nafn þitt

sem fegursta mærin dreymdi ég þig

með veikum mætti kallaði ég aftur og aftur inn í huga minn

sem gyðja á hnjánum,

bronslituð

í miðhring ástarinnar sá þig í list minni

með hjálp sólarinnar, blómsins gat ég skynjað þig

sem blóm á gröf syrgði ég þig .

Sem ódauðlega ást okkar sá ég þig í stjörnunum

sem lýsa upp himinhvofið

eins lýstir þú upp líf mitt.

 

Tálsýn

Í leit að sjálfum mér sá ég þig glampa í sólinni

sem viðkvæmt blóm reyndi ég að slíta þig upp með rótum

en rætur þínar stóðu fastar í sálu minni.

Ég varð listaverk þitt, sköpun, lífsneisti.

Andlit mitt sem þurr málning á striga og andardráttur sem veikgeðja bros mitt

með þurrum vindinum gnístandi á milli.

Þú fannst mig í list þinni og ég þig í ljóðum mínum.