Make your own free website on Tripod.com


Þunnar hugsanir

Ef ég dey þá dey ég einmana í nótt.

Ef ég fer þá fer ég burt frá þér.

Ef ég sef þá sef ég ekki hjá þér.

Ef þú ferð, farðu þá langt í burt frá mér.

Ef ég vakna þá vakna ég einhvers staðar annars staðar en hér.

Ef nóttin líður þá líður hún frá mér og ef hún þráir þá þráir hún einungis mig

svo ég sef og sef og vakna aldrei aftur hér.

 

Kvöldskemmtun

Svartir draugar miðnætursins

ég flýg út um allan heim í kuldanum í huga mér

en ligg þó kyrr upp í rúmi

heyri raddir næturinnar.

Sé dauðar sálir svífa yfir mér

finn kuldann bíta í kinnar mínar.

Eitt bjórglas þá bjargast ég, tvöfaldur vodki þá mun mun ég fljúga heim með þér

annað vínglas þá dey ég hér í örmum þínum og þú berð mig heim

ég sofna og held áfram að fljúga inn í þokuna

þangað til að ég finn þig.